Bölvun skýjaskljúfsins til Íslands?

Ætli íslenskt efnahagslíf stefni inn í lægð eða jafnvel allsherjar kreppu? Háhýsi og skýjakljúfar, sem ætlað er að sýna fram á mátt og megin efnahagslífsins, hafa oftar en ekki reynst skýr merki um að kreppa sé í nánd. Það hafa rannsóknir sérfræðinga Ludwig von Mises stofnunarinnar í Auburn í Bandaríkjunum, þótt óvísindalegar séu, komist að.

Dæmi: 

New York árið 1930. Chrysler og Empire State byggingarnar er ekki fyrr tilbúnar en Stóra kreppan skellur á að fullum krafti.

Chicago og New York 1970. Sears turninn og World Trade Center ekki fyrr tilbúnar fyrr en olíukreppan skellur á og borgirnar lenda í meira en tveggja áratuga hnignun.

Frankfurt 1995. Hæsta bygging Evrópu - Messeturm - markar endalok þýska efnahagsundursins  og efnahagslífið leggst í dvala sem enn sér varla fyrir endann á. 

Kuala Lumpur 1997. Petronas tvíburaturnarnir ekki fyrr tilbúnir en asíska efnahagslægðin skellur á að fullum krafti, og tekur rúman áratug að snúa við.

Taipei 2004. Taipei 101 - hæsta bygging heims - ekki fyrr tilbúin en á skellur erfið pólitísk krísa Kínverja og Taiwanbúa með alvarlegum afleiðingum fyrir efnahag ríkisins. 

Meira hér.


mbl.is 150 m skýjakljúfur rísi í Glaðheimum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband