Geistlegt vald Húsafriðunarnefndar

Ef ráðherra staðfestir mat Húsafriðunarnefndar (sem skipuð er fólki úr Torfusamtökunum), er að verða til nýtt hálf-geistlegt vald í skipulagsmálum. Vald sem er æðra en skipulagsáætlanir, hvort sem um er að ræða deiliskipulag eða aðalskipulag. Það er óvarfærið að meta það öðruvísi en svo að margar uppbyggingaráætlanir í miðborginni séu í miklu uppnámi út af þessu. Nefndin gæti tekið sér sama geistlega vald gegn uppbyggingu annars staðar við Laugaveginn, þ.á.m. reit Listaháskólans, þótt búið sé að samþykkja deiliskipulag fyrir þó nokkru síðan. Góður líkur eru á að þetta muni fæla fjárfesta frá gamla miðbænum, sem er e.t.v. nákvæmlega það sem nefndinni finnst best?


mbl.is Meirihlutinn vill ný hús við Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband