Niðurgreiddar lóðir í boði annarra útsvarsgreiðenda

Það er óhætt að óska væntanlegum vinningshöfum í lóðalotteríi Reykjavíkurborgar við Reynisvatnsás til hamingju. Enda fá þeir með þessu verðmæti úr vösum annarra útsvarsgreiðenda í Reykjavík upp í hendurnar að þeim forspurðum, og sem geta lítið annað gert en sætt sig við það. Útsvarsgreiðendur í Reykjavík fá þannig að fjármagna með beinum hætti útþenslu borgarinnar, sem þeir - margir hverjir - hræðast mjög og vilja hverfa frá. Og í þessu tilfelli þenst byggðin inn á sjálfan Græna trefilinn, sem átti  víst að halda aftur af útþenslunni upp á heiðar. En það var víst misskilningur.

Lóðalotterí Reykjavíkurborgar er eitt besta dæmið um það að ríkið eða aðrir opinberir aðilar eigi ekki að sýsla með landverðmæti. Mikið af skipulagsvandamálum höfuðborgarsvæðisins má einmitt rekja til þess, enda yfirleitt önnur markmið en arðsemi og rentugjöld sem stýra landnotkun í þeim tilvikum. Og mikill meirihluti lands er einmitt í þeirra höndum. Yfirvöld fá nógu mikið vald og stjórntæki í gegnum skipulagslöggjöfina til að gæta að hagsmunum heildarinnar, en finnst það greinilega ekki nóg.

Hinir alræmdu almannahagsmunir ráða ferðinni, með þeim harmleik sem því fylgir 

Er það furða að alþjóðlegar viðurkenningar detti inn á borð eina stóra skipulagsins á höfuðborgarsvæðinu sem einkaaðilar standa fyrir? Aðdáunarverðra aðila, sem þurfa í ofanálag að keppa við niðurgreidda opinberar úthlutanir annars staðar á höfuðborgarsvæðinu.


mbl.is Lóðaúthlutum í tveimur hverfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband