Endurskoðun á gjaldheimtu vegna notkunar ökutækja og eldsneytis ætti að vera einungis að vera gerð út frá eftirfarandi formerkjum og markmiðum: Að skilgreina markaðsvöruna, eða markaðsvörurnar sem um ræðir, taka gjald af notkun hennar með eins beinum hætti og mögulegt er og lágmarka ytri áhrif af þeim viðskiptum.
Það eitt getur talist æskileg hegðun sem er útkoman úr slíku viðskiptaumhverfi, ekki útkoma úr illa ígrundaðri samfélagsverkfræði og hinum alræmdu almannahagsmunum.
Það má þó vel rökstyðja skattlagningu á ákveðið neyslumynstur sem hefur víðtæk samfélagsleg og umhverfisleg áhrif. Þ.á.m. er skattur á útblástur ökutækja, enda augljóslega viðskipti þar sem ytri áhrif eru mikil og víðtæk. Margir mæla með slíkum Pigou-skatti, þar á meðal einn helsti ráðgjafi Bush bandaríkforseta í hagfræðilegum málefnum.
Vonandi þýðir þetta líka að tekin verði upp bein gjaldtaka af bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst annatímum. Aðalmarkaðsvara umferðarkerfisins er umferðarrýmd þess, eða með öðrum orðum plássið á götunum. Vegna þess að það er afhent án endurgjalds í dag skapast enginn hvati til að nýta auðlindina með skilvirkum hætti. Almenningssamgöngur nýta þessa auðlind einna best og hafa því eðlilega misst samkeppnishæfni sína með tíð og tíma.
Unnið að endurskoðun á skattlagningu á ökutæki og eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.9.2007 | 15:23 (breytt kl. 15:25) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.