Það á semsagt að hafa um tíu milljarða af skattborgurum landsins til að friðþægja nokkra háværa íbúa í Reykjavík? Hressandi.
Hugsa að það væri töluvert ódýrara fyrir Ríkið að kaupa upp allar eignir beggja vegna vogsins, byggja brautina skv. Eyjalausn og selja eignirnar aftur (og að öllum líkindum fyrir nokkurn veginn sama verð).
Samþykkir Sundabraut í göngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.1.2008 | 14:11 | Facebook
Athugasemdir
Það eru 80% skattborgara á höfuborgasvæðinu...komin timi til að þeir fari að fá einhvern hlut af kökunni...ekki bara gera göng um allt land fyrir nokkrar hræður ...
Jón Páll (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 14:33
Skil vel áhyggjur Jóns Páls yfir því að öðru hvoru skuli slett ölmusum í formi jarðgangna í það annars flokks fólk sem býr á skattlendunum utan suðvesturhornsins. Þar eiga menn bara að halda kjafti og borga skattana sína. Síðan getur höfuðborgarsvæðið velt sér uppúr lúxsusvandamálum á borð við það hvort eigi að vera bráðaliðar eða hjartalæknar á sjúkrabílunum sem koma alltaf innan nokkurra sekúndna. Eina vegaframkvæmd úti á landi sem höfuðborgarbúar hafa verið sáttir við er tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Svo þeir séu fljótari til Keflavíkur á leið sinni til útlanda og heim.
Kristján Sig (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 15:06
"Það eru 80% skattborgara á höfuborgasvæðinu...komin timi til að þeir fari að fá einhvern hlut af kökunni...ekki bara gera göng um allt land fyrir nokkrar hræður"
Það þarf að gera meira á höfuðborgarsvæðinu en að byggja Sundabraut, ekki satt?
Andskipulag, 17.1.2008 kl. 15:09
Sundabraut er lang land mikilvægasta vegaframkvæmd fram undan og nýtist flestum Íslendingum ekki bara okkur pakkinu hér í Lúxusnum á höfuðborgarsvæðinu.
Höfuðborgarsvæðið hefur alltaf of oft verið haft útundan í stærri framkvæmdum og vegna feitra loforða atkvæða politíkusa sem hafa ekki haft undan að bora annað hver fjall í sundur á landinu.
Nú er komið að verkefni sem notabene borgar sig upp á endanum annað en td Héðinsfjarðargöng og fl.
Hákon Óttarsson (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 16:14
Það er alltaf sami tóninn sem kemur frá sumum mönnum, en ég er nú búsettur á Skaganum svo ég er nú hálfgerður landsbyggðarmaður.
En fengum við jarðgöng á silfurfati? Nei,,,, fulltgjald takk fyrir!!!! það sem ég á við er að, þegar kemur að úthlutun á skattpeningu í vegagerð þá fer það ekki eftir fólksfjölda heldur minni hagsmunum...
JP (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 16:18
Er landsbyggðamaður og nota Hvalfjarðagöng nær daglega, Þetta er einn besti vegaspotti landsins, upplýstur alltaf logn og aldrei hálka eða þoka.
Að sjálfsögðu á að gera Sundabraut í sátt við þá íbúa sem við hana búa. Þeir vilja göng og ég líka meðal annars af ofangreindum ástæðum.
Það skal leiðrétt hér að landsbyggðaríbúar eru EKKI númer 2 einsog Kristján heldur fram, þeir hafa alltaf verið númer 1 þegar kemur að því að ausa úr buddu ríkisins.
Jón Örn.
Jón Örn Arnarson (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.