Það er gaman að sjá hóp fólks mótmæla gjaldtöku einkaaðila af þeirri vöru eða þjónustu sem hann veitir þeim á frjálsum grundvelli. Kannski að þessi góði hópur, sem eflaust meinar vel, fari að mótmæla gjaldtöku hárgreiðslustofa, garðyrkjufólks, húsasmíðameistara og pípara? Enda hirðir ríkið 24,5% af þeim viðskiptum í ríkiskassann, líkt og af viðskiptum þessa góða hóps við Spöl.
Hvalfjarðargöngin eru nefnilega mannvirki í einkaeigu, og hafa verið það allt frá stofnun Spalar. Að vísu eiga opinberir aðilar hlut í Speli, sem á og rekur mannvirkið, og sennilega þar sem hnífurinn stendur í kúnni. Þessi ágæti hópur vill sennilega að ríkið yfirtaki mannvirkið og felli niður gjaldtökuna. Hann vill semsagt auka umsvif ríksins í vegageiranum og stuðla að eins mikilli ríkiseinokun í þeim geira og frekast er unnt.
Það er hægt að taka undir með hópnum um gallana sem felast í núverandi fyrirkomulagi í gjaldtöku af bílaumferð. Í stað þess að leggja skatt á eldsneyti væri sennilega betra að breyta því í beina gjaldtöku af afnotum mannvirkjanna eftir stað og stund, og leggja beinan Pigou-skatt á óæskilegar afurðir bílaumferðarinnar, s.s. mengun og hávaða. En ætli heildarsumman yrði eitthvað lægri?
Mótmæla gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.10.2007 | 13:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.