Enginn pólitískur fnykur af þessari ályktun ...
Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna, er fullkomlega ótengdur borgarstjórn Reykjavíkur er það ekki?
Faxaflóahafnir vilja Sundabraut í göngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.2.2008 | 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"það standi ekki á borgaryfirvöldum að hefja framkvæmdir"
Ekki skrítið, enda þurfa borgayfirvöld ekki að borga fyrir mannvirkið.
Nóg loftið í vindhönum borgarráðs ... má jafnvel tala um þrýstiloft í þessu tilfelli.
Hvað ætli sé langt í að verkfræðisamfélagið fari að tjá sig um þessa vitleysu á opinberum vettvangi?
Borgin þrýstir á ríkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.1.2008 | 15:48 (breytt kl. 16:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það á semsagt að hafa um tíu milljarða af skattborgurum landsins til að friðþægja nokkra háværa íbúa í Reykjavík? Hressandi.
Hugsa að það væri töluvert ódýrara fyrir Ríkið að kaupa upp allar eignir beggja vegna vogsins, byggja brautina skv. Eyjalausn og selja eignirnar aftur (og að öllum líkindum fyrir nokkurn veginn sama verð).
Samþykkir Sundabraut í göngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.1.2008 | 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ef ráðherra staðfestir mat Húsafriðunarnefndar (sem skipuð er fólki úr Torfusamtökunum), er að verða til nýtt hálf-geistlegt vald í skipulagsmálum. Vald sem er æðra en skipulagsáætlanir, hvort sem um er að ræða deiliskipulag eða aðalskipulag. Það er óvarfærið að meta það öðruvísi en svo að margar uppbyggingaráætlanir í miðborginni séu í miklu uppnámi út af þessu. Nefndin gæti tekið sér sama geistlega vald gegn uppbyggingu annars staðar við Laugaveginn, þ.á.m. reit Listaháskólans, þótt búið sé að samþykkja deiliskipulag fyrir þó nokkru síðan. Góður líkur eru á að þetta muni fæla fjárfesta frá gamla miðbænum, sem er e.t.v. nákvæmlega það sem nefndinni finnst best?
Meirihlutinn vill ný hús við Laugaveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.1.2008 | 11:14 (breytt kl. 11:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Húsafriðunarnefnd mun að sama skapi efna til samskotasjóðs sem hefur það að markmiði að greiða fébætur til eiganda húsanna þannig að kostnaður af handvömm og skipulagsóreiðu í starfsháttum sínum lendi ekki á hinum almenna skattgreiðanda".
Hressandi ef satt væri.
Fá frest til að mótmæla friðunartillögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.1.2008 | 15:55 (breytt kl. 16:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einn megingalli við miðstýrða borgarþróun er sá að fámennir hópar geta tekið ákveðna hluti í gíslingu í krafti ríkisvalds og vanvirðingar gagnvart eignarétti annarra. Þetta virðist vera niðurstaðan í þessu máli, sem og nýlegu máli á Akureyri. Þessir fámennu hópar geta yfirgnæft meirihlutaálit í krafti smæðar og hæfileika til að skipuleggja sjálfa sig á skilvirkan hátt.
Annað gott dæmi er Sundabraut, hvar stjórntaumarnir virðast hafa verið færðir yfir til íbúasamtaka sitt hvorum megin við voginn.
Nú er það svo að húsin við Laugaveg 4-6 hafa eflaust einhver menningasöguleg gildi, en hvernig á að setja verðmiða á það? Í frjálsu samfélagi myndu málin æxlast þannig að áhugafólk tæki sig saman um að kaupa upp eignirnar og gera upp á eigin reikning, að því gefnu að samningar næðust um söluverð. Ef tilboðsverðið næði ekki upp í söluverð væri niðurstaðan sú að menningarsögulega gildið væri ekki nægjanlegt til að friða húsin.
En nú búum við ekki í frjálsu samfélagi, og því beitir þessi sami hópur þrýstingi til að ríkisvaldið beiti valdi sínu til að ganga gegn eignarrétti eigenda hússins, og láta kostnaðinn flæða yfir alla skattgreiðendur í krafti miðstýringar, óháð því hversu mikil verðmæti hver og einn skattgreiðandi telur að felist í húsunum.
Ráðherra friði Laugavegshús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.1.2008 | 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný leigubílastæði í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.12.2007 | 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er erfitt að ímynda sér að hópurinn, sem mætti á málþing í kvöld, sé allur á því að halda eigi í hvert og eitt af þeim 100 húsum sem eigendum leyfist að rífa í miðbænum. Ástæðuna fyrir upphrópunum og stríðsletri er sennilega að leita í óttann við það hvaða áhrif það hafi á yfirbragð, virkni og mannlíf miðbæjarins, að láta hann ganga í gegnum svo mikla endurnýjun.
Gamli miðbærinn hefur fengið sinn skammt af illa hönnuðum og beinlínis ljótum byggingum síðustu 50 árin eða svo. En inn á milli hafa svo sem dottið inn ágætlega hannaðar nýbyggingar. Þegar þessi sami hópur dásamar Skólavörðustíginn (sem hann gerir ansi oft), þá gleymist að við hann er fjöldi nýbygginga frá síðustu 30 árum eða svo. Hann hefur það hins vegar framyfir Laugaveginn, Hverfisgötuna og önnur svæði að nýbyggingarnar - háu húsin - eru að mestu leyti saman í hnappi neðst á honum, á meðan litlu timburhúsin eru líka saman í hnappi efst. Úr verður skemmtileg harmónía. Á Laugavegi og víðar úir og grúir saman þessu tvennu, með tilheyrandi kaosi.
Það er erfitt að sjá að hópurinn fái breytt miklu. Nægilega dýrkeypt mun það reynast borginni að byggja upp horn Lækjargötu og Austurstrætis í gamalli mynd. Ef skipulaginu verður breytt aftur þýðir það skaðabótaskyldu til handa borgaryfirvöldum af margfaldri stærðargráðu á við það dæmi. Hópurinn gæti svo sem reynt að safna fé til að kaupa upp reiti sjálfur, en hann þyrfti að greiða það sömuleiðis afar dýru verði.
Hópurinn - og Reykvíkingar allir - eiga það hins vegar skilið að fá útskýringu, hálfgert umhverfismat, á því hvaða áhrif þessi mikla endurnýjun mun hafa á yfirbragð og "sjarma" miðbæjarins. Hvort tryggt verði að nýbyggingar muni standast kröfur um útlitslegan metnað og stílbragð sem hæfir miðbænum. Bæklingurinn, sem gefinn var út um árið fyrir Laugaveginn, var skref í rétta átt. Kannski þarf að útvíkka það konsept yfir allan miðbæinn og kynna betur?
Rætt um niðurrif í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.12.2007 | 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Fjarstýrður Range Rover kostar 6.990 krónur í Hagkaupum. Ef barnið hyggst taka bílalán til 84 mánaða hjá TM fyrir bílnum þyrfti það að punga út rúmum 400 krónum á mánuði, miðað við 20% innborgun. Fjarstýrði bíllinn myndi á endanum kosta rúmar 33.000 krónur."
Hvernig væri að setja þetta litla og frábæra dæmi á námsskrána hjá ungu fólki í grunnskóla, nú eða menntaskóla? Kannski ekki vanþörf á...
Börn fá Range Rover í jólagjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.12.2007 | 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þéttbýli og borgir eru afsprengi fyrirbæris sem þýða má sem samsöfnunarhagkerfi, eða agglomeration economy upp á enska tungu. Þau eru skilgreind sem landfræðilegar og félagsfræðilegar einingar þar sem ákveðnar staðsetningar öðlast samkeppnishæfni og styrkleika til framleiðslu, neyslu og dreifingar.
Landverðmæti, eða öllu heldur verðmæti staðsetningar, er megineinkenni allra samsöfnunarhagkerfa. Án þess yrði ekkert þéttbýli, því annars væri enginn hvati til samsöfnunar á öllum þeim grunnþáttum sem einkennir þéttbýlið. Landverðmæti er einnig sá megindrifkraftur í mótun þéttbýlisins og ræður mikið til formi þess og virkni, auk ótalmargra annarra þátta. Allir eru þessir grunnþættir hennar í stöðugum viðskiptum við hver við annan um bestu mögulegu nýtingu.
Það er sennilega alveg rétt að skipulag hafi áhrif á verðmæti lands og fasteigna. Það eru í sjálfu sér engin ný sannindi. En það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að skipulag ræður ekki verðmætinu. Skipulag getur einungis haldið niður verðmætinu, nema um sé að ræða einhvers konar idealskipulag sem getur kortlagt allar mögulegar óskir og þrár þeirra aðila sem markaðinn mynda og stýrt fullkomlega framboði af þeirri vöru sem um ræðir.
Það sem ræður verðmætinu er grundvallar hagfræði. Framboð og eftirspurn af þeim vörum eða gæðum sem grundvalla samsöfnunarhagkerfið. Og í tilfelli þeirra er um að ræða nánast óendanlega margar vörur, jafnt efnislegar sem huglægar, á markaði þar sem óskir og þrár viðskiptavinarins eru jafn fjölbreyttar og þeir eru margir. Og nánast ómögulegt mannlegri getu að kortleggja þannig að unnt sé að skila sömu niðurstöðu og frjáls markaður.
Skipulag býr því ekki til verðmæti, en gott skipulag getur leyst það úr læðingi. Lélegt skipulag heldur því aftur niðri. Og enn lélegra skipulag framkallar mikil ytri áhrif af viðskiptum með helstu vörur og verður mjög ósjálfbært. En ekkert mannlegt skipulag gæti framkallað hámarksverðmætanýtingu. Eini raunhæfi kosturinn að því markmiði væri að leggja niður miðstýringu í gegnum skipulag, og takmarka hlutverk þess við samræmingu og skilgreiningu á sanngjörnum leikreglum. Leikreglum sem tryggja réttindi hvers og eins og hindra óæskileg ytri áhrif.
Skipulag hefur áhrif á verðmæti fasteigna og lands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.10.2007 | 15:35 (breytt kl. 15:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)